9.2.2009 | 02:27
Erfitt kvöld að baki
Í vinnunni minni í kvöld voru allskonar vandræði, fíkniefnaneysla, slagsmál og leiðindi. Ætli það sé fullt tungl á morgun? Jú það er víst. Það er sjaldgæft að sjá fólk sjúga eitthvert hvítt duft af borðunum með röri upp í nefið, allavega á barnum þar sem ég vinn. Ég veitti fólkinu tiltal og sagði ef ég sé þetta aftur hringi ég á lögregluna og rak svo fólkið út. En ein kona úr hópnum varð eftir þegar hinir fóru, hún fékk heimsókn á barinn. Sá sem heimsótti hana sagði að hún hefði stolið símanum hans, í fyrrinótt. Hún þrætti fyrir það, og endaði rifrildið með slagsmálum. Á morgun á fullu tungli mun ég hafa dyrnar á barnum læstar, og ég mun aðeins hleypa fastakúnnum inn. Engum óróaseggjum, eða fíkniefnaneytendum. Ég þakka fyrir það að borð og stólar voru ekki brotin á barnum í kvöld, og ég slapp ómeidd frá látunum.
Ein þreytt
Athugasemdir
Þá er bara að reyna að hvíla sig vel í nótt og ná góðum svefni. Svo er að vona að fulla tunglið leggist ekki jafn illa í liðið á morgun og vaxandi gerði í kvöld.
Kristín Dýrfjörð, 9.2.2009 kl. 02:35
Já þetta er staðreynd með fulla tunglið.
Ekki hefði ég úthald í að vinna á bar. Dáist að ykkur sem geta það
Einar Örn Einarsson, 9.2.2009 kl. 05:08
Innlitskvitt,Knús og kossar:=)
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 9.2.2009 kl. 13:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.