Veðkröfur

Veðkröfur eru greinilega ekki hinar sömu hjá Jóni og Séra Jóni.  Ef þú ert fátækur verkamaður, eða iðnaðarmaður (eða bara venjulegur meðalJón)  þarftu að eiga húseign, sem veð fyrir smá láni hjá banka.  Eða eiga góða ættingja eða vini að sem eiga fasteignir, sem sjálfskuldaraðila á þínu litla láni.  Ef þú ert útrásarbarón þarftu bara að búa til hlutabréf, selja sjálfum þér það á fimmföldu verði, og nota sama hlutabréf sem tryggingu fyrir greiðslu. 

 Ég man þegar ég sótti um Vísakort fyrir nokkrum árum, bara til þess að kaupa flugmiða á netinu.  Þá dugði mér ekki að vera íbúðareigandi, ég þurfti að fá uppáskrift frá öðrum íbúðareiganda til þess að fá Vísakort.  Ég sagði nei takk, ég ætla ekki að fá annann íbúðareiganda sem ábyrgðarmann á mínu Vísakorti.  Svo ekki löngu seinna fékk ég mitt Vísakort án annars ábyrgðarmanns. 

Svo hafa kreditkortafyrirtækin bæði sent börnunum mínum kreditkort með 50.000 króna heimild, þegar börnin eru 18 ára, enginn ábyrgðarmaður og engin trygging.  Ég hef sagt börnunum mínum að klippa kortin og nota þau ekki, sem þau hafa flest farið eftir.  Shocking  Sú sem klippti ekki kortið sitt, gerði það þegar hún fékk fyrsta reikninginn. W00t  Mismununin er ótrúlega mikil. 


mbl.is Þrot Baugs yrði þungt högg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þetta var allt flokkað undir glæpastarfsemi fyrir 30 árum.  Þá var okur bannað, og ríkisfyrirtæki hefðu ekki komist upp með það að spila með fáfræði almennings:féflétta eins og einkabankar ef samþykki [þögn] löggjafans og Bankamálaráðherra t.d.

Júlíus Björnsson, 13.2.2009 kl. 02:24

2 Smámynd: Halla Rut

Þetta er nákvæmlega svona og það er nákvæmlega það sem sett okkur á hausinn. Og nú skulu börnin okkar borga.

Kannski að minn einhverfi borgi ekki mikið af þessari skuld enda óhæfur um. Við þurfum í reynd, sem samfélag, að borga fyrir hann. Og ef þú, mín kæra bloggvinkona, fengir að ráða hvort þú mundir heldur vilja borga fyrir hann eða útrásarvíkinganna hvað mundir þú þá velja? Nei, þú hefur ekki val. Þú verður að borga fyrri Björgólf og Jón þrátt fyrir að þeir munu áfram lifa "the good life". Ég kvíði framtíð sonar míns.

Halla Rut , 13.2.2009 kl. 03:18

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hólmdís Hjartardóttir, 13.2.2009 kl. 13:53

4 Smámynd: Sigrún Óskars

segi eins og Hólmdís  

Góða helgi

Sigrún Óskars, 13.2.2009 kl. 16:33

5 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Meðal-Jónar geta selt úr sér sálina! Ég skal kaupa hana og ávaxta, þannig að eftir 20 ár ertu orðin tvöföld, en því miður muntu ekki hafa efni á að leysa hana til Íslands.

Þú gætir hinsvegar safnað sálum úr Sjálfstæðismönnum og fyrir hverja eina svoleiðis geturðu fengið hjá mér Góu karamellu og loforð um betri framtíð.

Rúnar Þór Þórarinsson, 14.2.2009 kl. 00:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband