Frábært viðtal hjá Agli

Mikið líst mér vel á það sem hún  Eva Joly sagði.  Um þörfina á erlendum sérfræðingum og það að rannsókn væri nauðsyn.  Hér er smá brot úr stefnuskrá Borgarahreyfingarinnar sem er næstum það sama og Eva sagði "

Trúverðug rannsókn undir stjórn og á ábyrgð óháðra erlendra sérfræðinga á íslenska efnahagshruninu verði hrundið af stað og fari fram fyrir opnum tjöldum. Frysta eignir grunaðra auðmanna STRAX meðan á rannsókn stendur

1. Tafarlaust verði sett í gang opinber rannsókn undir stjórn erlendra sérfræðinga á hruni íslenska efnahagskerfisins.  Samhliða því verða sett afturvirk lög sem leyfa ógildingu allra fjármálagerninga undanfarinna tveggja ára þ.m.t. gerninga skilanefnda bankanna, og í undantekningartilfellum lengra aftur í tíma ef sýnt er að um óeðlilega gjörninga hafi verið að ræða þar sem félag og/eða eigandur þess hafi verið með þeim hætti leitt af sér skaða fyrir íslenskt efnahagslíf. Í þeim tilfellum verður ákvæði hlutafélagalaga um takmarkaða ábyrgð eigenda fellt niður.

Lögfest verði fagleg, gegnsæ og réttlát stjórnsýsla"   Alla stefnuskrána má lesa hér.  http://www.borgarahreyfingin.is/?page_id=6  Ég gekk í borgarahreyfinguna í dag, og er stolt af því.   Ein pólitísk


mbl.is Joly: Leita þarf til erlendra sérfræðinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Jóna.

Það er margt gott í þessu og ég tala nú ekki um sanngjarnt og eðlilegt.

Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 15:41

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

ég vil helst fá þessa konu hingað

Hólmdís Hjartardóttir, 8.3.2009 kl. 15:58

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ertu komin á lista Jóna?

Sigrún Jónsdóttir, 8.3.2009 kl. 21:40

4 Smámynd: Tiger

  Ég er allavega kátur með að Borgarahreyfingin ætlar aldrei aldrei aldrei í samstarf með Sjálfstæðismönnum ...

Knús á þig Borgarahreyfingarstuðningsskott ..

Tiger, 8.3.2009 kl. 22:46

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Sigrún ég hef ekki tíma til þess að vera á lista. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.3.2009 kl. 01:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband