25.3.2009 | 01:35
Bíður hann ekki samt framyfir kosningar?
Hann þessi sérstaki saksóknari, hefur verið á launum í nokkrar vikur án þess að gera handtak. Nema kannski að skipuleggja skrifstofuna sína. Hann er ekki með nein mál í rannsókn, allavega hef ég ekki heyrt af því. Og þykist ég fylgjast vel með fréttum og aðgerðum vegna bankahrunsins. Nú þarf hann að fara að spýta í lófana og kalla menn til yfirheyrslu, kyrrsetja eignir og sýna að hann sé maður með mönnum. Ekki strengjabrúða fyrrverandi stjórnar. Oft var þörf, nú er nauðsyn að bregðast strax við. Ein sem ætlar að kjósa Borgarahreyfinguna.
Saksóknari fær 16 fastráðna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vonandi fer þetta að koma, en það er gríðarlegt verk framundan í þessu.
Arinbjörn Kúld, 25.3.2009 kl. 02:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.