Er ekki hægt að reka Sigmund?

Þá er ég að tala um Sigmund, nýja formann framsóknar sem birtist mér alltaf þegar ég fer á mbl.is.  Það fyrsta sem opnast á síðunni er andlitið á Sigmundi.  Svipað gerist þegar ég fer á visir.is.  Ég er búin að fá ógeð á manninum.  Svo hef ég verið að spá í það hvað það kosti að vera með svona auglýsingar á forsíðum netblaðanna.  Er þetta svona ódýrt að fá auglýsingu á forsíðunni eða er maðurinn svona ríkur?  Ég vil láta reka manninn af forsíðunni, er hægt að kaupa sig frá því að sjá andlitið á honum í hvert skipti sem ég opna uppáhaldssíðuna mína?   Ein pirruð
mbl.is Var rekin vegna þjóðernis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband