Ótrúleg söngkona

Þegar maður sér hana fyrst dettur manni í hug, gömul amma frá Skotlandi.  Svo segir sagan að hún sé piparjónka, og hafi aldrei verið kysst.  Hversu ólíklegt er þetta ævintýri?  Þegar ég sá hana ganga inn á sviðið í hallærislega gamla kjólnum í háhælaskóm, með gamaldags lagningu í hárinu. Hugsaði ég en hallærislegt atriði, og skoskan hennar var svona eins og maður heyrir á götu í Glasgow.  Svo byrjaði hún að syngja og hún söng eins og engill.  Ég bara verð að segja það, manneskjan lítur út eins og amma, allavega hélt ég að hún væri á aldur við mömmu mína.  Svo var hún yngri en ég.  Ég á eftir að hlusta á hana oftar, og sjá hana hjá Oprah.  Vá þvílíkir hæfileikar. 
mbl.is Af stjörnunni Boyle
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Óskars

já einmitt, hún er líka yngri en ég - svona gamaldags.

Sigrún Óskars, 18.4.2009 kl. 16:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband