Ekki trúverðugur hagfræðingur

Ekki hefur mér litist á þennan Tryggva Þór og málflutning hans eftir bankahrunið í haust.  Hann talar alltaf um eignir sem enginn veit hverjar eru.  Hann minnkaði skuldahalann í viðtali í vetur um nokkur hundruð milljarða vegna einhverra eigna sem enginn veit hverjar eru.  Kannski er kominn tími til þess að upplýsa okkur, núna að afloknum kosningum hvernig skuldastaða "þeirra útrásarvíkinga" er.  Það má aldrei tala um þessar skuldir óreiðumannanna sem skuldir okkar skattgreiðendanna.  Einkabankar skuldsettu sig og sína.  Einkafyrirtæki getur aldrei skuldsett heila þjóð?  Er það ekki brot á alþjóðalögum?  Það finnst mér allavega.  Ég tek það fram að ég er ekki löglærð og ekki hagfræðingur.  ég er bara svona venjuleg íslensk húsmóðir.  Hagsýn húsmóðir þar að auki. 
mbl.is Færa á eignir á móti skuldum ríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Skuldir bankanna eru ekki skuldir skattgreiðenda.  Þeir sem tapa á bönkunum eru kröfuhafarnir sem lánuðu þeim peninga, og hluthafarnir.

Eina undantekningin er innlánstrygging vegna Icesave reikninga Landsbankans, sem lendir á Tryggingasjóði innstæðueigenda og við þurfum að semja við Breta og Hollendinga um hvernig eigi að borga til baka.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 29.4.2009 kl. 01:07

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Málflutningur þingmanna og ýmissa annarra hefur verið misvísandi.  Sumir telja að við séum skuldbundin til þess að borga.  Ég vil að ekkert verði borgað nema það sem eftir réttarhöld neyðir okkur til þess að borga. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 29.4.2009 kl. 01:12

3 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Icesave er brúttó sirka 3 milljarðar punda eða um 650 milljarðar króna á núverandi gengi.  Síðan koma eignir Landsbankans til frádráttar eftir því sem þær innheimtast.  Skilanefnd Landsbankans telur að eftirstöðvar sem lendi á Tryggingasjóði innstæðueigenda verði sirka 72 milljarðar.

Ruglingurinn stafar m.a. af því að menn tala stundum um skuldir ríkisins og stundum um skuldir þjóðarbúsins alls.  Svo er mismunandi hvort menn eru að tala um brúttóskuldir eða skuldir að frádregnum peningalegum eignum.  En viðskiptaráðherra hefur sagt að ríkið muni koma út úr þessu með sirka 700 milljarða í vaxtaberandi skuldir, eða um 50% af vergri landsframleiðslu.  Það er auðvitað heilmikið en samt ekki óþekkt í alþjóðlegu samhengi.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 29.4.2009 kl. 01:39

4 identicon

þu ert húsmóðir svo þú hlítur að bara að skulda það sem þú skilur...Tryggvi Þór er hagfræðingur sem var í braski svo hann skuldar það sem hann var að braska með, kúlulán og alles...sama hvað þetta er flækt mikið þá skulda ég samt ekki meir en ég get borgað.

zappa (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 01:46

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég skil mínar skuldir, nema það að lán sem ég hef haft í 18 ár og borgað skilmerkilega af hefur hækkað um eina og hálfa milljón.  Samt hef ég borgað, og borgað, og borgað.  Og alltaf á réttum tíma.  Burt með verðtrygginguna.  Afborganir lánanna hækka mánaðarlega, að sama skapi lækkar minnkar kaupgeta mín. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 29.4.2009 kl. 02:01

6 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Tryggvi er í raun að segja að það verði bæði að skoða debet og kredit hluta efnahagsreikningsins. Ekki sé hægt að bera fyrir sig brúttó skuldir og neita að horfast í augu við að það þurfi og eigi að fara í alhliða skuldalækkun heimila. Hann er í raun að tala máli þínu og þinna skulda.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 29.4.2009 kl. 06:12

7 Smámynd: Albert Guðmann Jónsson

Vilhjálmur Þorsteinsson hittir naglann á höfuðið. Menn tala of oft um að við ætlum ekki að borga skuldir óreiðumanna. Þær skuldir eru í sjálfum sér litlar þegar uppi er staðið, eða þessir 72 millljarðar. Restin af skuldunum kemur til út af lélegri krónu, styrking gjaldeyrissjóðs. Svo er niðurskurðurinn og skattahækkanir út af lækkun á innheimtu skatttekna og auknum útgjöldum, samanber atvinnuleysisbætur.  Þegar Íslendingar taka lán, þá fá þeir pening í vasann. Ef þessum peningum er ekki eytt, þá má segja að þjóðin standi á sléttu. Þannig er auðvitað réttast að skoða efnahagsreikninginn báðumegin(skulda og eigna).

Albert Guðmann Jónsson, 29.4.2009 kl. 11:08

8 Smámynd: gaddur

gaddur, 29.4.2009 kl. 11:09

9 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Takk fyrir góðar skýringar. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 29.4.2009 kl. 15:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband