Ég er ekki fylgjandi greiðslufalli

En ég er alveg tilbúin að taka peningana sem ég á í bankanum út.  Ég ætla ekki að fara að styrkja lögfræðinga og innheimtustofnanir um eina krónu.  Ég tók þátt í skoðanakönnun Hagsmunasamtaka Heimilanna og lét ég þar skoðun mína á þessu í ljós.  Ég er ekki í slæmum málum, ég hef meiri áhyggjur af börnunum mínum. 

Þau eru með háu lánin, ein dóttir mín missti sína íbúð korteri fyrir hrun.  Þann 01.10 í fyrra þurfti hún að rýma sína íbúð, uppboðið á hennar íbúð átti að fara fram þann 08.10 en vegna hruns bankanna var því frestað.  Ekki veit ég hvort uppboðið á íbúðinni hefur farið fram, en dóttir mín fékk sem betur fer leiguíbúð og býr hún þar núna með börnunum sínum þremur.  Ég hugsa að hún verði gerð gjaldþrota vegna annarra skulda en þeirra sem hvíldu á íbúð hennar. 

Svona er Ísland í dag. 


mbl.is Boða til fundar um greiðsluverkfall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Áður en langt um líður, hefur þú ekki annarra kosta völ. Þó svo aðþú sért öll afvilja gerð. Þetta er aðgerð til að knýja fram sanngirni í þessum málum. Það gæti forðað mörgum gjaldþrotum, sundruðum heimilum og veglausum börnum. Menn eru ekki að leggja þetta til upp á sportið.

Annars sé ég ekki að þetta skipti nokkru máli, ef alþingi samþykkir gerninginn á morgun.

Jón Steinar Ragnarsson, 8.6.2009 kl. 04:41

2 Smámynd: Axel Pétur Axelsson

Jóna; ég spyr hvort þú sért tilbúin til að fara í verkfall til að fá hærri laun eða betri kjör. Venjulegu "vinnu"verkfalli fylgir kostnaður, fólk fær ekki laun á meðan. Sama er með greiðsluverkfall, því fylgir kostnaður eins og öll réttindabarátta í mannkynssögunni.

 Hins vegar er hluti af greiðsluverkfalli að taka út peninga, þannig að sú þáttaka frá þér er frábær.

Axel Pétur Axelsson, 8.6.2009 kl. 10:43

3 Smámynd: Elfur Logadóttir

Axel þetta er glapræði af ykkar hálfu, fullkomið glapræði. Ég vildi óska að þið gerðuð ykkur grein fyrir því og beittuð öðrum aðferðum.

Elfur Logadóttir, 8.6.2009 kl. 15:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband