Framvísun kvittunar skilyrði

Ég er ein af þeim sem keyptu bensín á okurverðinu, en vegna pappírssparnaðar prentaði ég ekki út kvittun.  Ég er að reyna að vernda náttúruna með pappírssparnaði.  Afhverju er ekki hægt að skoða gögn hjá söluaðilanum, og endurgreiða mismuninn inn á sama kort og notað var við bensínkaupin.  Þeir ætla að stela þessu með skriffinnsku!!  Á tækniöld er þetta skrýtið að þurfa að fylla út blað og skila inn kvittun líka. 
mbl.is Skeljungur og Orkan endurgreiða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Guðnason

Sammála þér Jóna,ég tek aldrei kvittanir,en maður notar kort,og það ætti að duga,en kannski maður breyti þessu,eftir þessa uppákomu,og taka alltaf kvittanir,en ég styð tillögu Jónu. kær kveðja. konungur þjóðveganna.

Jóhannes Guðnason, 8.6.2009 kl. 20:02

2 Smámynd: Haukur Skúlason

Þú getur fengið útprentun hjá bankanum á notkun á kortinu og væntanlega framvísað slíku.

Haukur Skúlason, 8.6.2009 kl. 20:02

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég kaupi allt mitt bensín með orkukorti, sem Orkan gefur út, það ættu að vera hæg heimatökin að leiðrétta allar færslur á umræddu tímabili. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 8.6.2009 kl. 20:06

4 identicon

ef þeir rengja þig,getur þú líka bent á að þeir hafi myndavélar á planinu þar sem þeir sjá bílnúmerið,nema það virki bara þegar verið er að stela frá þeim...

zappa (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 23:00

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég veit hvernig nýting skóganna í Finnlandi er, ég hef farið til Finnlands margsinnis.  Mér finnst samt óþarfi að bruðla með pappírinn. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 8.6.2009 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband