Ógeðfelld ákvörðun Tryggingarstofnunar

Bótasvik?  Hverjir svíkja út bætur hjá Tryggingarstofnun?   Þetta er hættuleg þróun að taka við ábendingum um bótasvik nafnlaust.  Þetta gefur ýmsum óvildarmönnum og misyndismönnum frjálsar hendur.  Ég vildi frekar sjá ábendingar þar sem fullt nafn fylgir, en sá sem benti fengi ákveðna friðhelgi í leiðinni. 
mbl.is Leita eftir ábendingum um tryggingasvik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þetta minnir einhverra hluta vegna á kínversku aðferðina þar sem náunganum, jafnvel börnum, var innprentað að fyrirmyndarþegn maóismans fælist m.a. í því að benda á þá sem ekki fóru eftir maóíska bókstafnum... eða er það of mikil dramatík að líkja þessu tvennu saman

Rakel Sigurgeirsdóttir, 17.7.2009 kl. 02:35

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Nei örugglega ekki, það getur ekki leitt til góðs að hjálpa fólki að benda á nágranna sína, vini eða kannski ættingja.  Þetta er eitthvað sem ég tengi við kommúnisma. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 17.7.2009 kl. 02:44

3 identicon

já og pældí kostnaðinum við að rannsaka munnmæli sem komið hefur verið á einhverja af illgirni...klikkun

zappa (IP-tala skráð) 17.7.2009 kl. 02:53

4 identicon

er sem sagt í lagi að vera fatlaður glæpamaður?????Þjófar eru þjófar og því breytir hvorki fötlun né aðferðir við að finna þjófana. þetta er löngu tímabært því að mjög margir "öryrkjar" eru í fullri vinnu og ekkert að þeim!!

Ragnar Örn Eiríksson (IP-tala skráð) 17.7.2009 kl. 02:56

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ragnar Örn, það er ekki í lagi að geta bent á fólk nafnlaust.  Svoleiðis kerfi býður upp á misnotkun. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 17.7.2009 kl. 03:02

6 Smámynd: Hannes

Þetta er sinðurg hugmyn en ég er hræddur um að margir muni nota þetta til að koma einhverjum sem þei er illa við í vandræði

Hannes, 17.7.2009 kl. 03:37

7 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Í Þýzkalandi nasismans var börnum fyrirskipað að njósna um foreldra sína, m.a. t.þ.a. upplýsa yfirvöld um það hvort þau væru "kommúnistar". Ef eitthvað sem njósnir barnanna leiddu í ljós, benti til slíks, voru foreldrarnir sanarlega send í útrýmingabúðir.

Njósnir náinna er því ekkert sem eingöngu ætti að tengja við kommúnisma, heldur miklu frekar við nasisma og fasisma.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 17.7.2009 kl. 04:39

8 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Nákvæmlega Hildur! Ég vissi að ég var að gleyma einhverju nærtækara í ábendingu minni hér að ofan

Rakel Sigurgeirsdóttir, 17.7.2009 kl. 04:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband