17.7.2009 | 02:58
Skrýtið símtal
Í gær fékk ég skrýtið símtal. Það var hringt í mig frá fyrirtæki á austurlandi, og ég spurð um það hvernig Mojito væri búinn til. Ég svaraði strax, ég er ekki að vinna á þannig bar, þar sem kokteilar eru blandaðir. Ég veit að vísu hvað er í Mojito, en ekki hlutföllin. Einu kokteilarnir sem ég kann að búa til eru Black Russian og White Russian
Ég er ekki barþjónn, bara afgreiðslukona á bar.
Athugasemdir
Ef þig vantar uppskriftina af Mojito þá get ég spurt dóttur mína
Rakel Sigurgeirsdóttir, 17.7.2009 kl. 03:00
Ég kann að googla Svo vissi ég alveg hvað var í Mojito, svona venjulegum. Svo eru til allsonar öðruvísi Mojitos
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 17.7.2009 kl. 03:05
þetta er ekki svo skrítið,því að eftir að allir þessir tilbúnu drykkir komu,brezzer,ice og hvað þetta allt nú heitir eru varla lagaðir kokteilar nema fyrir james bond....
zappa (IP-tala skráð) 17.7.2009 kl. 03:16
Svo kann ég að búa til fullnægingu, sem er drykkur
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 17.7.2009 kl. 03:21
M.a.s. rosa góður! Jafnast alveg á við þá sem hún dregur nafn sitt af
Rakel Sigurgeirsdóttir, 17.7.2009 kl. 03:32
Ég þarf kannski að fara að smakka þann görótta drykk, ég hef aldrei smakkað það sjálf Þegar ég drekk, drekk ég bara bjór.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 17.7.2009 kl. 03:43
Ég væri persónulega alveg til í að prófa fullnæingu. Ég drekk nú aðalega koníak og viskí nú til dags.
Hannes, 17.7.2009 kl. 04:13
Er ekki best að fá sér bara nokkra Víking
Kristinn Rúnar Salvarsson, 17.7.2009 kl. 17:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.