This is it

Frúin skrapp í kvikmyndahús í gær, örverpið mitt ákvað að sjá myndina This is it, með Michael Jackson.  Ég verð að lýsa yfir undrun, ég bjóst ekki við miklu.  Myndin var mjög heilleg og vel uppbyggð.  Eftir að hafa séð þessa mynd er ég alveg hissa, MJ er greinilega algjör snillingur.  Ef þessi tónleikaferð hefði verið farin, hefði þetta örugglega orðið algjör heimsviðburður.  Þegar myndbandið sem sýna átti í bakgrunni Smooth Criminal var útbúið, var ég alveg dolfallin.  Þvílik snilld á ferð, og Thriller.  Vá, ég er fegin að ég lét dóttur mína draga mig í bíó. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir þetta, ég ætla að skoða það þegar myndin verður sýnd hér.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.11.2009 kl. 12:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband