Jákvæður fundur

Þessi þjóðfundur virðist hafa verið jákvæður, en ég hef ekki trú á því að sitjandi stjórn geri neitt í aðalmálinu sem þjóðfundargestir ályktuðu um.  Heiðarleikann, stjórnin vill ekki vera heiðarleg.  Það er löngu orðið ljóst, það er verið að fela, ljúga og stela alveg eins og fyrrverandi stjórn.  Allt upp á borðið var bara orðaleikur hjá þeim í kosningarbaráttunni.  Það er ekkert uppi á borði, það er eins og gamla stjórnin hans Geirs H Haarde og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur sé ennþá við völd. 

Rannsóknarniðurstöður virðast þaggaðar niður, rannsóknarnefnd Alþingis má ekki segja okkur sannleikann svarta sem við vorum vöruð við.  Á mánudag á víst að lauma IceSlave frumvarpinu í gegn um þingið.  Óþekku þingmennirnir úr VG eru búnir að senda varamenn sína inná, sem hika ekki við það að kjósa með IceSlave frumvarpinu.  Ég vil að lokum benda á bloggfærslu bloggvinkonu minnar, ég er henni svo sammála.  ->   http://raksig.blog.is/blog/raksig/entry/979571/  


mbl.is Fólk logandi af áhuga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Fundur sem settur er á fyrir fáa útvalda en almenningur hefur ekki aðgang að, getur aldrei orðið þjóðfundur. Ef þessi skrípasamkoma var þjóðfundur þá er kaffispjall okkar þriggja félaganna í gærkvöldi allt eins þjóðfundur. Þátttakendur á skrípafundinum í Laugardalshöll voru ekki fulltrúar eins né neins nema sjálfra sín og fyrirfram útvaldir af einhverri sérhagsmunaklíku sem var að slá sig til riddara með athæfinu. Mótmæli enn og aftur að um þjóðfund hafi verið að ræða þar sem Sigga frænka á Hólmavík fékk ekki að mæta þótt hún teldi sig eiga fullt erindi á fundinn. Sigga frænka er Íslendingur, frjálsborin en hneppt í skuldafjötra útrásarinnar eins og svo margir aðrir og fær þess utan ekki að teljast til þjóðarinnar á þjóðfundi af því að hún er ekki í hópi "hinna útvöldu". Og hún segist ekki hafa kosið neinn fulltrúa á þennan skrípafund, hún hafi ekki fengið að kjósa sér fulltrúa og ekki að mæta sjálf. Þessi skrípafundur er samskonar þjófnaður á þjóðarheitinu og þegar Borgarahreyfingarfurðuverkið taldi sig eiga búsáhaldabyltinguna sem hún átti engan rétt á.

corvus corax, 15.11.2009 kl. 10:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband