Íslenskukennsla er greinilega ekki góð nú til dags

Ég undraðist ýmsar málfarsvillur þegar ég las þessa frétt, sérstaklega þetta " Viðfangsefnið var óvenjulegt - nefnilega það að kenna feðrum að flétta dætrum sínum. "    Mér er hætt að lítast á blikuna, svo er önnur hræðileg málfarsvilla í fyrirsögn fréttarinnar. 
"Feður lærðu fléttun og greiðslu" 

Hvernig væri  að ráða blaðamenn sem eru allavega með grunnskólapróf í íslensku?  Við lestur þessarrar fréttar sá ég hvergi nafn blaðamannsins sem skrifaði hana?  Kannski er ég bara svona gamaldags að vilja lesa almennilega íslensku þegar ég les fréttir í íslensku dagblaði, þó það sé netútgáfa?   


mbl.is Feður lærðu fléttun og greiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

nefnilega það að kenna feðrum að flétta dætrum sínum.

þetta er málfræðilega  að kenna að flétta dætrum sínum í hag. Það er í þágu þeirra svo sem dætrum er þágufalls form. 

-un er ending sem oftast gefur til kynna athöfn sagnrótarinnar sem hún fylgir. Eða það að flétta. Sumum þykir þetta fornt mál. 

Júlíus Björnsson, 16.11.2009 kl. 02:40

2 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Ég er sammála þessu. Íslenskunni hrakar  í samræmi við gæðin í fréttunum, fólk er hætt að skilja hvað er rétt eða rangt í málfarinu. Eftir höfðinu dansa limirnir.

Ekki að þeir sem skrifi fréttirnar séu slæmt fólk, það þarf bara hreinlega prófarkalesara á allar fréttirnar. 

Jæja nú ætla ég að fara að flétta dæturini mínur.

Ólafur Þórðarson, 16.11.2009 kl. 02:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband