20.11.2009 | 00:54
Góðar fréttir af lögreglunni
Loksins eru góðar fréttir af lögreglunni, það er frábært að hægt sé að fjölga lögreglumönnum. Sérstaklega á þessum tíma þegar niðurskurður og hagræðingaraðgerðir eru svona víða í þjóðfélaginu.
Ég undrast hversu vel lögreglan hefur staðið sig í allskonar fíkniefnamálum og öðrum aðkallandi glæpamálum. Aldrei hafa jafn margir grunaðir glæpamenn verið í gæsluvarðhaldi, og aldrei hafa jafn margir verið í fangelsunum.
Ég er fylgjandi því að menn sem eru dæmdir fyrir smáglæpi fái að vinna samfélagsþjónustuverkefni í stað afplánunar í fangelsum landsins.
Svo er þörf á því að dæma fíkniefnaneytendur í viðeigandi meðferð, það hjálpar fíkniefnaneytendum ekki að dæma þá í fangelsi. Önnur úrræði verða að vera til.
Auglýst eftir lögreglumönnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Algjörlega sammála þér með að fíkla á ekki að setja í fangelsi, heldur lokaða meðferðarstofnun, þar sem þeim er hjálpar til að losna við fíknina og leiðbeiningar um til að geta lifað í þessum heimi. Og það er gott mál að fá fleiri lögreglumenn. Það sem vantar í dag er sennilega virkt innra eftirlit svo brútalarnir gangi ekki lausum hala í búningum sem veit þeim tækifæri til að berja og vera stórir karlar. Það verður að vera hægt að bera óskorað traust til löglreglunnar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.11.2009 kl. 11:41
Sammála ykkur báðum Jóna Kolbrún og Ásthildur.
, 20.11.2009 kl. 17:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.