Fækkun

Okkur heimilisfólkinu fækkaði í gær um 1.  Frumburðurinn flutti í íbúðina sína sem hún keypti fyrir rúmum 4 árum, íbúðin hefur verið í útleigu í rúm 2 ár og bjó hún hjá mér á meðan.  Íbúðin losnaði skyndilega með nokkurra daga fyrirvara og ákvað frumburðurinn að flytja sig og kettina sína tvo með sér.  Núna er kotið hálf tómlegt, það eru bara þrjú börn eftir heima, þrír kettir og einn hundur og svo náttúrulega ég.  Ég á eftir að sakna þess að hafa hana á heimilinu, hún hefur hjálpað mér svo mikið undanfarin ár.  Pouty    Ég vona að hún verði dugleg að heimsækja okkur, hún flutti sem betur fer ekki langt í burtu frá mér, það eru aðeins 4 hús á milli okkar.  En það er samt mikil breyting að hafa hana ekki búsetta hjá mér.  W00t   Ég sakna hennar nú þegar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ég sem bíð eftir að dæturnar flytji að heiman,,,,,,,,,,,,,,,

Hólmdís Hjartardóttir, 3.11.2008 kl. 02:14

2 Smámynd: Tína

Hehehe Hólmdís. No worry.............. þau koma alltaf aftur. Það er í það minnsta mín reynsla.

En það er greinilegt hvað það er sem skipar stærstan sess í þínu lífi Jóna mín. Það vildi ég að margir tækju þig til fyrirmyndar hvað það varðar. Ekkert sem skiptir eins miklu máli eða kemur í staðinn fyrir fjölskylduna.

Knús á þig dýrðlegust.

Tína, 3.11.2008 kl. 13:23

3 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 3.11.2008 kl. 14:29

4 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Einar Örn Einarsson, 3.11.2008 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband