Söfnunarsíminn er 9041500

Ég vil hvetja alla sem eru aflögufærir að hringja í þetta númer 9041500 og gefa 1500 krónur til hjálparstarfsins á Haítí.  Þegar land gengur í gegnum svona hörmungar verða allir sem aflögufærir eru að leggja hönd á plóg, eða fingur á síma og hringja strax. 


mbl.is Fátæka Ísland fyrst til Haítí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eygló

Ég legg beint á reikning. Hef heyrt þvílíkar draugasögur um gjaldið sem síminn tekur fyrir sig, - af hverju framlagi.

Veist þú hvað það er hátt?  Það var mikið verið að tala um þetta fyrir nokkru síðan, þá var upphæðin svimandi, einn þriðji eða eitthvað álíka.

Hvernig getum við fundið þetta út?

Eygló, 14.1.2010 kl. 04:12

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það væri fróðlegt að vita það áður en ég legg inn. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.1.2010 kl. 09:58

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þessi færsla er mér að skapi. Aðrir bloggarar eru að hreykja sér yfir því að vera fyrstir á vettvang og og þetta verði örugglega til að afla okkur vinsælda. Það voru þessir óeigingjörnu sem fóru á staðinn ekki til að öðlast frægð og frama heldur til að leggja hönd á plóg.

Finnur Bárðarson, 14.1.2010 kl. 15:48

4 Smámynd: Benedikt D. Valdez Stefánsson

miðað við það sem tekið er fram á símsvaranum sem svarar þegar maður hringir í 904 1500, þá rennur þessi upphæð óskipt til Rauða krossins..

varðandi þessa upphæð sem Síminn tekur fyrir sig, þessi umræða kom upp í kringum ákveðna söfnun sem var í gangi í fyrra, man ekki í augnablikinu fyrir hvað hún var, en mér sýnist það ekki eiga við í þessu samhengi..

Benedikt D. Valdez Stefánsson, 14.1.2010 kl. 19:48

5 Smámynd: Eygló

Benedikt, gott mál!  Held ég gefi þá bara aftur.

Eygló, 15.1.2010 kl. 00:29

6 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Eygló ég þurfti að borga aukalega 79 krónur hjá ogvodafone eða hvað sem fyrirtækið heitir í dag. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 15.1.2010 kl. 01:31

7 Smámynd: Eygló

Ég hringdi áðan og "röddin" sagði að nú hefði ég gefið 1500 krónur sem rynnu óskiptar í söfnun R+".

Kannski hafi verið gerð bragarbót á þessu.

Eygló, 15.1.2010 kl. 13:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband