3.6.2008 | 03:04
Góð kaup
Ég skrapp í nýjustu verslun Elko á laugardaginn með son minn. Tilgangurinn var að gá hvort Toshiba fartölvan sem auglýst var í opnunartilboði væri til. Sonurinn var með tilbúna peninga ef þessi tölva væri til, og viti menn þegar ég kem akandi að þessari nýju verslunarmiðstöð, í öllu umferðaröngþveitinu sem fylgdi hinum ýmsu opnunartilboðum. Fékk ég bílastæði beint fyrir framan innganginn að Elko. Tölvan var til og keypti sonurinn þessa nýju fullkomnu fartölvu á aðeins 59.900 ég keypti mér tvo usb minnislykla 2mb á aðeins 995 kr. stykkið sem telst frekar ódýrt í dag. Núna þarf ég bara að læra smá hvernig á að nota Windows Vista stýrikerfið, þá get ég stolist í tölvuna hjá syninum þegar hann er fjarrverandi.
Ein tæknivædd
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.