Ég hefði viljað vita af þessu

Þá hefði ég skroppið í Keflavíkina, til að sjá þá aftur.  Ég man eftir flugsýningum þeirra í gamla daga, hérna í Reykjavík.  Ekki veit ég hversu oft þeir komu og sýndu, en ég sá þá allavega einu sinni.  Ég hef alltaf verið hrifin af þotum, ég ólst upp í nágrenni flugvallarins í Reykjavík.  Ég man ennþá hvað drunurnar voru æðislegar, þegar undirbúningur flugtaks við flugbrautarenda og allt sett í botn.  Ég sakna þess að heyra ekki oftar í þotum. 
mbl.is „Rauðu örvarnar“ komu við á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tiger

  Ussuss.. ég yrði brjálaður ef ég þyrfti að alast upp við þotulæti á hverjum degi. Annars er alltaf gaman að sjá flugsýningar - bæði her og venjulegar (og óvenjulegar) vélar.

Eigðu ljúfa nótt mín kæra og hafðu góðan dag á morgun!

Tiger, 4.6.2008 kl. 02:00

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Sömuleiðis. góða nótt og sofðu rótt, ég gái alltaf ef ég heyri í flugvélum, hvernig vél það sé og ég bý þar sem allt aðflug að austur/vestur brautinni fer framhjá stofuglugganum mínum.  Mér finnst að flugvélar í dag séu of hljóðlátar

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 4.6.2008 kl. 02:04

3 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús knús og yndislegar kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 4.6.2008 kl. 16:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband