Mér finnst vanta í þessa frétt

Á stöð 2 í kvöld var farið yfir ýmsar breytingar á landslagi í Hveragerði og nágrenni, nýir hverir út um allt og margir þeirra stórir.  Svo voru sprungurnar sem opnuðust fyrir ofan í fjallinu, þær voru aldeilis ógnvænlegar.  Hluti fjallsins gæti hæglega skriðið fram, þegar næsti stóri skjálfti kemur. 
mbl.is Varanlegar landbreytingar í skjálftanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Já, mikið rétt.... ég samt nenni ekki að lifa mínu lífi í ótta við það sem getur gerst.

Við erum öll feig, og ég trúi því að þegar við deyjum, er það vegna þess að það var það sem örlögin ætluðu okkur. Við einfaldlega lifum þangað til að við deyjum, án þess að fá fyrirfram skammtaðan tíma á jörðinni. Ég hræðist alls ekki það að deyja. Ég myndi meira hræðast það að þjást og kveljast á banalegunni heldur en að deyja í náttföruhamförum.

Það er bara mín skoðun..... hef kannski upplifað dauðann svolítið oft í mínu starfi, og of oft til að finnast hann ógnvænlegur....

Lilja G. Bolladóttir, 5.6.2008 kl. 02:38

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég hræðist ekki dauðann, bara náttúruhamfarir   Og geitunga.   Svo eru jarðskjálftar þar á eftir eftir slæma reynslu þegar ég var barn og alein heima þegar jarðskjálftahrina gekk yfir.  Ég hefði þurft áfallahjálp þá   En þá var það ekki í tísku, eða þekkt ennþá

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 5.6.2008 kl. 02:42

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

þetta skríður í næsta vatnsveðri

Hólmdís Hjartardóttir, 5.6.2008 kl. 11:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband