Friðsemdin er alltaf best.

Við sem höfum mótmælt friðsamlega á laugardögum frá falli bankanna, og afglapa stjórnarinnar.  Hljótum að fagna að óróaseggirnir, sem ráðist hafa á eigur okkar fólksins og lögregluna með offorsi hafi látið af iðju sinni.  Ég vona að þeir sem sekir hafa gerst um ofbeldi og eignaskemmdir verði sóttir til saka.  Ofbeldið má aldrei vinna, þar með talið piparúði sem óvarlega er farið með.  Að úða á fólk sem er að hörfa, er ekki ásættanlegt.  Að úða á fréttamenn og aðra saklausa mótmælendur er líka óásættanlegt.  Ég þarf  að finna mér eitthvað appelsínugult fyrir helgina.  Ein friðsöm. 
mbl.is Mótmælt í góðri sátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þetta appelsínugula er bara frábært.  Ég kemst ekki um helgina, því ég er að vinna.

Sigrún Jónsdóttir, 23.1.2009 kl. 01:56

2 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Vona að þú sért þó ekki með þá draumóra í gangi að friðsamleg laugardagsmótmæli séu þúfan sem velti hlassinu?

Ekkert hefði gerst án síðustu daga. Ekki nokkur skapaður hlutur.

Þetta fólk sem batt endahnútinn á líf ríkisstjórnarinnar á síðustu 2 dögum var að leggja sitt að mörkum á þann hátt sem þurfti, rétt eins og þú að mæta á laugardögum og vera kurteis.

Appelsínugula trixið er snilld og sýnir sérstöðu íslendinga meðal þjóða. Hinsvegar er möguleiki að stjórnvöld misnoti það og skipti Appelsínugula liðinu út fyrir lögguna og hangi á valdastólum í skjóli þeirra.

Ef þið látið hafa ykkur út í þá vitleysu er voðinn vís á endanum, því þá eruð þið komin hinum megin við strikið.

Þetta eru ekki bölbænir, bara varnaðarorð. Munið hvorum megin línunnar þið standið.

Rúnar Þór Þórarinsson, 23.1.2009 kl. 03:04

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Heldur þú að þessir 10 sem réðust á lögregluna og skemmdu eigur okkar, séu bjargvættir okkar hinna?  Sem mótmælum friðsamlega, 99% mótmælendanna eru friðsamir og við kunnum að hafa hátt. Það er fjöldinn sem ræður ekki skemmdarvargarnir. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.1.2009 kl. 03:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband