Börnin læra það sem fyrir þeim er haft.

Ég fékk sendann póst frá skóla örverpisins í gær, alveg frábæran póst og lýsir hann ástandinu í þjóðfélaginu vel.  "Margir nemendur í 1.-6. bekk eru óánægðir með að það verði skóladagur á öskudag. Hér hafa verið öflug mótmæli, kröfugöngur og undirskriftalistar. Það er ljóst að einhvers staðar hafa þau lært að mótmæla! Ástæða þess að ákveðið var að hafa skóladag á öskudegi er sú að oft hefur þessi dagur skapað vandræði fyrir foreldra."  Ég var nú frekar hrifin af krökkunum okkar að láta heyra í sér.  Öskudagurinn hefur verið frídagur í skólunum, núna er hann skóladagur.  Smile Mér var skemmt þegar ég las þennan póst, og brosti í kampinn

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband