20.3.2009 | 02:38
Margföld fylgisaukning
Borgarahreyfingin hefur 6 faldað fylgi sitt á einni viku, okkur eru greinilega allir vegir færir. Ég gekk til liðs við Borgarahreyfinguna þann 8 mars. Þá var hún varla komin á koppinn. Núna er Borgarahreyfingin orðin góður valkostur fyrir þá sem fylgja ekki fjórflokkunum lengur. Allir sem eru ennþá í stjórnmálakreppu ættu að kynna sér stefnuskrá Borgarahreyfingarinnar. Minni réttlætiskennd hefur verið misboðið undanfarna mánuði, eina leiðin sem ég sé til þess að breyta ástandinu í þjóðfélaginu til góðs er að kjósa X-O.
Ný könnun: Stjórnarflokkarnir fengju meirihluta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já halló!
Þetta er nákvæmlega liðið sem er hálfu skrefi frá því að fá atkvæði mitt í stað VG þetta árið. Gangi ykkur vel að sannfæra fólk um að ykkar atkvæði fari ekki í það eitt að koma fleiri Sjálfstæðismönnum á þing eins og Íslandshreyfingin hér um árið sem hlaut dyggan stuðning Sjallafjölmiðlanna við að klípa fylgi af VG og Samfó.
Rúnar Þór Þórarinsson, 20.3.2009 kl. 05:26
Þar sem ég er fyrrverandi kjósandi sjallanna, hlýtur þetta að vera þeirra tap
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 20.3.2009 kl. 09:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.