Ég hef trú á því að Svínaflensan hafi verið hérna hjá mér

Sonur minn fékk líklega Svínaflensuna fyrir 3 vikum síðan, hann var mjög veikur í eina viku og aðra viku að jafna sig.  Ég sjálf fékk svipuð einkenni og sonurinn en ég var bara veik í 2 daga og slöpp í 2-3 eftir það.  Sonurinn var á stað þar sem svínaflensan var að ganga, svo við gerðum ráð fyrir því að svínaflensan væri um garð gengin hjá okkur. 

Nema hvað á mánudaginn var veiktist ég aftur af einhverri pest, kannski er þetta bara venjulega haustkvefið, eða kannski einhver önnur flensa.  Ég nenni ekki að fara til læknis og fá staðfest hvaða pest ég hef nælt mér í núna!!!!


mbl.is Flensan breiðist hratt út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:

Ætli breyti miklu hvað læknirinn segir um pestina - aðalatriðið er að losna við hana   Óska þér góðs bata mín kæra

, 15.10.2009 kl. 01:17

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég ætla ekki láta sprauta  mig og býst ekki við að verða rúmfastur.

Júlíus Björnsson, 15.10.2009 kl. 01:54

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þessar flensur eru hver annari líkar.  Lillan mín er búin að vera lasin í viku, og fór aftur í leikskólann í morgun.  Sú eldri var send heim í gær með hita, en var hitalaus í morgun.  Svínaflensa, hænsnaflensa hvað verður næst.  Þetta er eins og að hrópa Úlfur Úlfur og svo þegar svartidauðin birtist á ný, verðum við orðin svo kærlaus að við gerum ekkert.  Knús og takk Jóna mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.10.2009 kl. 09:04

4 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús knús og ljúfar kveðjur.....

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 15.10.2009 kl. 16:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband