Sterkar vísbendingar?

Er það ekki staðreynd að glæpaklíkur frá Austur-Evrópu eru starfræktar hérna á Íslandi og hafa verið í nokkur ár?  Mér finnast meira en sterkar vísbendingar vera á þessari glæpastarfsemi, samanber innbrotaglæpaflokkinn sem handtekinn var um daginn.  Skipulagðir glæpir Austur-Evrópuklíkunnar hafa verið að færast í aukana allt þetta ár. 

Lögreglumenn verða fyrir alvarlegum árásum, menn eru handteknir og síðan sleppt út á göturnar aftur.  Og ætli þeir þyggi ekki bætur annaðhvort almannatryggingabætur eða atvinnuleysisbætur?  Hvers vegna er þessu fólki ekki vísað úr landi?  Þurfum við á því að halda hérna á litla Íslandi að hafa erlendar glæpaklíkur á framfæri íslenskra skattgreiðenda? 

Ætli við værum ekki betur sett ef við segðum okkur úr Schengen samkomulaginu?  Er ekki því að kenna þessi glæpaalda Austur-Evrópu glæpaklíka? 


mbl.is Götuvændi stundað í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Aðalsteinsdóttir

Ég er sammála þér.

En það er vandlifað í henni veröld.

T.d. kannast ég við þá tilfinningu hjá mér að vera afar ósátt við múslima, vegna framkomu þeirra gagnvart konum.  Á sama tíma hef ég fulla samúð með Palestínumönnum sem þurfa að lifa við áþján Ísraela, á sama tíma sem ég kaupi snyrtivörur og appelsínur af Ísraelum.

Ég hlýt að vera hinn eini sanni hræsnari.

En erlendar glæpaklíkur, mér lýst best á kæfa þær í fæðingu hér á landi, eins og þeir eru að reyna með Hells Angles.

Svo ég tali nú ekki um mansal, það er hræðilegt til þess að hugsa að þetta viðgangist á landinu okkar

Sigrún Aðalsteinsdóttir, 17.10.2009 kl. 03:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband