29.4.2011 | 01:35
Hvernig væri að þinglýsa þeim?
Þá er ég að tala um kosningarloforðin, ef þeim væri þinglýst væri kannski hægt hjá kjósendum að ganga eftir efndunum.
Mér finnst samt, álíka mikilvægt að virða stjórnarsáttmálann.
Þegar fleiri en einn flokkur myndar stjórn, er búinn til stjórnarsáttmáli.
Hvað getur hinn almenni kjósandi gert þegar hvorugt er virt?
Gætum við gert eitthvað til þess að krefjast efnda?
Ég las í gær áhugaverða færslu hjá Ásthildi Cesil Þórðardóttur->
http://asthildurcesil.blog.is/blog/asthildurcesil/entry/1162529/
Þessi úrdráttur úr stjórnarsáttmála sitjandi stjórnar er greinilega ekki virtur að neinu leiti.
Stjórnin er löngu hætt að vera trúverðug....
![]() |
Kosningaloforðafólkið vandamál |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.4.2011 | 00:42
Siðferðiskennd fólks er mismunandi
Þessi nýji formaður VR er víst siðfræðingur.
Samt hefur honum verið gefið það að sök að hafa smalað hópi fólks í flugvél, bara til þess að taka völdin í SUS, ef ég man rétt.
Ég nenni ekki að googla það.
Svo var hann víst að misnota póstlista í aðdraganda kjörs hans til formennsku í VR, treystið þið þessum manni? Það var allavega borið á hann af öðrum frambjóðendum til formennskunnar.
Eitt er víst að ég tel hann einn af spillingarliðinu...
![]() |
Friðarsáttmáli við atvinnurekendur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.4.2011 | 01:52
Sorglegt dæmi
Ég er ekki sammála þessum Kristni Skúlasyni, að kaupmáttur launþega sé svipaður og hann var árið 1995.
Ég helda að fara þurfi aftur til 1982-1983 til þess að finna svipaðan kaupmátt og við erum að upplifa núna árið 2011.
Ég er búin að vera húsmóðir í rúm 30 ár og man ég ekki eftir svona slæmu árferði síðan árið 1982 eða 1983.
Eignaupptakan sem fólk á mínum aldri hefur orðið fyrir undanfarin 30 ár er með ólíkindum, það er ábyggilega heimsmet hversu miklu við íbúðareigendur höfum tapað vegna verðtryggingarinnar.
Það á ábyggilega eftir að dæma þennan þjófnað ríkisins frá íbúðareigendum ólöglegan. Af alþjóða dómstólum.
![]() |
Ísland eins og það var 1995 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.4.2011 | 03:05
Ætli íslenskir stjórnmálamenn hafi svipaðar hugmyndir?
Ég held að það sé mjög góð ástæða fyrir því að Frakkar vilji þessa endurskoðun á Schengen-sáttmálanum.
Ég held að öll lönd Evrópu ættu að krefjast svipaðrar endurskoðunnar, það virðist vera frjálst flæði glæpamanna á milli landa í Schengen...
Okkar vandi eru ekki flóttamenn, heldur glæpamenn og konur frá ýmsum austantjaldslöndum, sem koma til Íslands bara til þess að stela.
![]() |
Krefjast endurskoðunar Schengen |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.4.2011 | 02:03
Seðlabanki Íslands í þágu hverra?
Ég er sammála Sigmundi Davíð, í fyrsta skiptið á ævi minni.
Yfirlýsing Seðlabankans er fyrir neðan allar hellur.
Það er eins og Seðlabanki Íslands sé á mála hjá öllum öðrum en okkur Íslendingum.
Hverjir eru að borga fyrir öll þessi möt á hæfi okkar Íslendinga að borga skuldir okkar?
Hverjir borga reikningana þegar Standard and poor's og Moody's gera greiðslumat fyrir okkur Íslendinga?
Er það íslenska ríkið, eða einhver banki, eða kannski einhver annar?
Maður spyr sig...
![]() |
Gagnrýnir Seðlabanka harðlega |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.4.2011 | 00:28
Til hamingju Finnland, Onneksi olkoon Suomi!!
Þessi kosningarúrslit eru frábær, einmitt það sem ég hef hlerað hjá Finnum sem ég þekki.
Ég hef ferðast til Finnlands á hverju ári í 10 ár til þess að æfa mig í finnskunni minni. Ég er sammála vinum mínum í Finnlandi að það á ekki að styðja það að bjarga Grikkjum, Spánverjum og Portúgölum.
Af hverju ætti saklaus Finni, Dani, eða Þjórverji að borga fyrir þá sem ekki fóru eftir reglunum?
Maður spyr sig
![]() |
Þjóðarbandalagið sigraði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.4.2011 | 01:58
SA svíkur gefin loforð um skammtímasamning
Snýst ekki um launakjör heldur pólitík
SA skilyrti gerð skammtímasamnings sem lá á borðinu í karphúsinu í kvöld því að verkalýðshreyfingin færi með SA í stríð við ríkisstjórnina. Það átti að gerast með sameiginlegri yfirlýsingu um að ríkisstjórnin bæri ábyrgð á því að þriggja ára samningur náðist ekki fyrr í dag. ASÍ og aðildarsamtök þess eru ekki tilbúin til þess enda ríkisstjórnina komið verulega til móts við kröfur verkalýðshreyfingarinnar á allra síðustu dögum.
Auk þess lætur ASÍ ekki stilla sér upp við vegg. Alþýðusambandið og aðildarsamtök þess eru fullfær um að velja sér sína andstæðinga sjálft. Þá hefur það aldrei staðið til af hálfu ASÍ að ganga til liðs við SA í sjávarútvegsmálunum. Þessi deila um gerð kjarasamninganna snýst ekki lengur um kjör launafólks heldur pólitík. Af þessum sökum yfirgáfu fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar karphúsið á tólfta tímanum í kvöld."
Fengið af vef ASÍ í kvöld....
Það þarf að fara að losna við þetta landráðapakk, við höfum ekki efni á þessu lengur.... Burt með spillingarliðið, hvar sem það finnst.....
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.4.2011 | 02:20
LÍÚ
Heldur kjarasamningunum í helgreipum, Vilhjálmur Egilsson vildi um daginn að kvótaeigendur fengju óáreittir að veiða næstu 35 árin án inköllunar kvótans..
Núna ákveður Vilhjálmur að slíta viðræðum.
Við þurfum að gera skurk í lagabreytingum og láta stjórnina standa við kosningarloforðin, það þarf að breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu frá grunni...
![]() |
ASÍ hvarf af vettvangi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.4.2011 | 00:30
Losum okkur við þessi þurs
Bæði Vilhjálmur Egilsson og Gyfli Arnbjörnsson þurfa að taka pokana sína og hleypa alvöru fólki að samningaborðunum.
Þeir eru báðir risaeðlur sem dagað hafa uppi, hérna á Íslandi eftir hrun.
Það þarf að skipta út öllu spillingar og sjálftökuliðinu.
Ég vil fara pólsku leiðina í því, afnema alla sjálftöku undanfarinna áratuga.
Til dæmis eftirlaun þingmanna, við þurfum einn lífeyrissjóð fyrir alla landsmenn.
Svoi þarf að láta ýmsa sem þáðu BÓNUSA og HIRTU ARÐ, borga til baka..
Svo þarf að afnema verðtrygginguna STRAX...
![]() |
Viðræðuslit í Karphúsinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.4.2011 | 01:33
Það er ekki nóg að aka varlega
Það þarf líka að hafa bílinn rétt útbúinn til vetraraksturs. Það þýðir lítið að skipta nagladekkjunum, í sumardekk strax á morgun.
Það er spáð slæmu veðri fram í miðja næstu viku, fólk verður að láta skynsemina ráða.
Ekki einhverja dagsetningu á blaði, það er alltaf verið að brýna fyrir fólki að leggja ekki út í umferðina á illa búnum bílum....
![]() |
Hálka á vegum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)