26.12.2011 | 04:01
Hvít jól
Loksins fengum við hérna á Stór-Reykjavíkursvæðinu hvít jól.
Það þarf kannski ekki að minna fólk á það að þegar jörð er hvít, þá fá smáfuglarnir ekki nóg að éta.
Svo eru gæsir, svanir og endur á ýmsum stöðum á landinu, sem þyggja gjarnan brauðmola.
Gleymum ekki að fóðra fuglana, þeir þurfa að treysta á okkur mannfólkið þegar jarðbönn eru...
![]() |
Snarvitlaust veður í Reykjavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.12.2011 | 03:04
Loksins!
Ég vona að fleiri ákærur séu á leiðinni.
Vegna tímans sem liðinn er frá glæpunum finnst mér að ekki eigi að refsa þeim sem dæmdir verða fyrir "hrunið" í fangelsi.
Mér persónulega finnst að hæfileg refsing séu mjög háar sektir, jafn háar og bónusar og mútugreiðslur sem þeir þáðu fyrir markaðsmisnotkunina.
Allar greiðslur sem fjárglæframennirnri þáðu umfram eðlileg laun, verði gerðar upptækar..
En ég er víst bjáni, þeir eru ekki með þessa peninga þar sem hægt er að sækja þá.
Eftir uppskriftinni eru þeir ábyggilega í skattaskjólum eða skáðir á aðra en þá sjálfa...
Þvílíkur aumingjaskapur, þessir menn standa ekki fyrir neitt annað en svindl og svínarí....
Eiga ekki einu sinni fötin sem þeir ganga í...
Svo þarf náttúrulega að gera alla málamyndagjörninga þar sem eignir eru fluttar á ættingja og í félög ógilda, þar sem sýnt er fram á óeðlilegar eignatilfærslur...
![]() |
Ákæran opinber á morgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 03:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.12.2011 | 03:31
Varúð!
Ég þekki fólk sem hefur lent í hræðilegum vítahring vegna svona smálána.
Þessi smálánafyrirtæki vilja sérstaklega fá ungt fólk til þess að skuldsetja sig.
Ég vona allavega að allir fullorðnir vari sig á þessu.
![]() |
Ekki taka lán fyrir jólunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
7.12.2011 | 01:00
Hvað með kvótann?
Er kvótinn ekki stór hluti af því sem var veðsett í aðdraganda hrunsins?
Varla fara erlendu vogunarsjóðirnir að ganga að veðum í kvótanum?
Þar sem veðsetning kvótans er og hefur alltaf verið ólögleg..
Hvað ætli margir eigi veðbréf með veði í óveidda fiskinum?
Maður spyr sig....
![]() |
Eignir sem aldrei koma fram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.11.2011 | 04:02
Sammála Birgittu!
Ég skil ekki æsinginn í sumum Samspillingarþingmönnunum, afhverju vilja þeir að Ögmundur brjóti lögin um sölu lands til fólks utan EES svæðisins.
Voru þessi lög ekki sett til þess að vernda landið okkar, og gæðin sem fylgja landinu?
Og ég er sammála að ekki megi gera undanþágur, nema í undantekningartilvikum.
Þessi áhugi Nubos til uppkaupa á Grímsstöðum á Fjöllum finnst mér ekki eðlilegur, öll viðskiptaáætlunin finnst mér vera frekar ótrúverðug.
Kínverskir fjárfestar virðast allstaðar vera óvinsælir, þeir flytja inn sitt eigið vinnuafl.
Það vinnuafl sættir sig við lægri laun og verri aðbúnað, þetta hefur verið svona í mörgum löndum.
![]() |
Styður ákvörðun Ögmundar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.11.2011 | 02:29
Misrétti!!
Er desemberuppbót ekki hluti af kjarasamningum fólks?
Hvers vegna ætlar vinnumálastofnun ekki að greiða desemberuppbót til þeirra sem fengið hafa vinnu?
Ég var atvinnulaus í tæpa 9 mánuði á þessu ári, á ég von á því að fá enga desemberuppbót?
Ég byrjaði að vinna þann 31.08 þannig að ég hef verið atvinnulaus tæpa 9 mánuði á þessu ári.
Árni Páll Árnason, farðu nú að vinna fyrir þjóðina!!!
Hvar er jöfnuðurinn og hvar er sanngirnin?
Er ekki bannað samkvæmt lögum að mismuna fólki?
Eru atvinnuleitendur ekki þjóðin?
Maður spyr sig....
![]() |
Fá ekki desemberuppbót |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
23.11.2011 | 02:21
Fall ESB nálgast!!
!!!!
Svo þetta, takið eftir fjölda þingmanna í salnum.
Hver kaus Von Rompui?
Hverjir þekktu þennan mann fyrir nokkrum árum?
Hverjir þekkja hann í dag?
Horfið á svipinn á Von Rompui þegar Nigel Farage talar :)
![]() |
Hóta verkfalli hjá ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
16.11.2011 | 02:35
Alvöru konur á undanhaldi
Núna er tískan að vera grindhoruð með gerfibrjóst og plat rass.
Hvernig væri að konur færu að borða eðlilega?
Ekki láta fjölmiðlana stjórna holdafari þeirra?
Ég hef miklar áhyggjur af unga fólkinu okkar, áróðurinn fyrir svelti er orðinn svo mikill allstaðar.
Ef stelpur eru eðlilega vaxnar, með smá mjaðmir og eðlileg brjóst heyra þær endalaus ráð til þess að losna við þetta.
Svo þurfa þær að kaupa sér "eðlilegan vöxt" finnst engum öðrum þetta skrýtið?
![]() |
Nærbuxur með fylltum rassi fljúga út |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
15.11.2011 | 01:43
Vinstri velferð?
Núna er komið að því hérna á Íslandi að ef þú ert fátækur, þá mátt þú ekki veikjast.
Núna kostar mikið að veikjast.
Bara ein heimsókn á Slysavarðstofuna, með einni rannsókn á blóði, eða þvagi að ég tali nú ekki um röntgenmyndatöku, getur kostað tugi þúsunda króna.
Smá aðgerð sem áður var ókeypis, kostar núna tugi ef ekki hundruð þúsunda króna.
Ráðlegging til tilvonandi sjúklinga, ekki veikjast ef þú ert öryrki, láglaunamanneskja eða eldri borgari...
![]() |
Kostnaðarsamar krabbameinsmeðferðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.11.2011 | 02:01
Krafan hlýtur að vera einn lífeyrissjóður fyrir alla landsmenn
Það er löngu tímabært að afnema sérréttindi "sjálftökuliðsins"
Þá er ég að meina t.d þingmenn og aðra sem hafa í skjóli stjórnvalda fengið meiri lífeyrisréttindi en aðrir skattgreiðendur.
Það hlýtur að vera algjört réttlætismál að allir hafi sama rétt?
Það er bannað að mismuna fólki samkvæmt lögum.
Af hverju fær sjálftökufólkið að halda því sem það fékk umfram aðra?
Ég er fylgjandi því að fara Pólsku leiðina, að afnema allt sem þingmenn og aðrir stjórnsýslumenn hafa skammtað sér umfram aðra.
![]() |
Fái aukið svigrúm vegna áfalla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)