25.9.2010 | 00:44
Mikið skil ég hann vel
Þegar hann er að tala stofnanamál sem er í rauninni fáránlegt, ég hlustaði á myndbandið sem fylgdi fréttinni og smitaðist ég af hlátri mannsins...
Umræðuefni fjármálaráðherrans var innflutningur á reykti kjöti til ESB, ætli allar reglugerðir ESB séu svona skemmtilegar að fólk fái hláturskast við lesturinn?
Maður spyr sig...
![]() |
Í hláturskasti í pontunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
24.9.2010 | 01:04
Þessvegna var rauður dregill á tröppum Þjóðleikhússins í kvöld
Þegar ég var að keyra í vinnuna í kvöld, tók ég eftir ótrúlega rauðum dregli sem lá yfir tröppum þjóðleikshússins í kvöld... Það fyrsta sem mér datt í hug var, "hvaða auglýsingu er verið að taka upp"
Ég skoðaði dagskrá kvikmyndahátíðarinnar og leitaði ég sérstaklega að finnskum myndum, ég fann 3 finnskar myndir á dagskránni. Þar af eina sem ég get hugsað mér að sjá, hinar snérust um nekt, gufubað og vandamál....
![]() |
RIFF komin í fullan gang |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.9.2010 | 01:09
Líkurnar á því að ríkisstjórnin springi aukast dag frá degi
Það er greinilegt að mikil vandræði eru í sitjandi stjórn, hún hefur ekki stuðning fólksins. Það styttist í það að þessari stjórn verði vikið frá, ef hún springur ekki upp í loft áður...
Ég undrast það hversu illa Jóhanna og Steingrímur hafa haldið á málum, þau höfðu alla möguleika við stofnun sitjandi stjórnar. Þau kusu að bjarga aðeins fjármagnseigendunum, við fólkið (þjóðin) vorum ekki virt viðlits.
Við sitjum uppi með tapaðar eignir og unga fólkið okkar er að missa aleiguna, á hverjum degi.
![]() |
Líkur á að stjórnin springi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.9.2010 | 01:52
Hingað og ekki lengra!!
Það er greinilegt að stjórnarliðar ætla ekki að virða niðurstöðu Rannsóknarskýrslu Alþingis. Núna sjáum við útúrsnúninga og réttlætingar spillingarinnar...
Það er greinilegt að Rannsóknarskýrsla Alþingis var bara til þess að þagga niður í fólki á meðan skýrslan var unnin. Núna þegar hún er tilbúin og er raunverulega vel unnin, þá er hver höndin á móti annarri.
Enginn vill samþykkja það sem fram kemur í skýrslunni, og reyna breytingar til þess að laga það sem aflaga fór...
Núna er skýrslunni góðu afneitað, og lítið úr henni gert. Ég vil minna fólk á rannsóknarskýrslubloggið hérna á moggablogginu...
![]() |
Umskipti hjá Samfylkingunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.9.2010 | 00:39
Enn þráast hann við
Ennþá talar hann Steingrímur um það að þetta séu skuldbindingar okkar, hvenær urðu skuldbindingar einkabanka skuldbindingar þjóðar?
Svo kemur Björgólfur Thor með yfirlýsingar og fréttatilkynningar um það að allar skuldir hans séu komnar í greiðsluferli. Hann átti Landsbankann, hans og meðeigendanna hans er að borga IceSlave.
Ekki okkar þjóðarinnar. Ég ætla ekki að borga Hollendingum og Bretum skatta um ókomin ár, og ég vil ekki að börnin mín og barnabörn verði sett í skuldaklafa bara afþví að Steingrímur J Sigfússon segir það.
![]() |
Steingrímur: Íslendingar munu borga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 01:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.9.2010 | 01:56
Netvafrar...
Ég er svo þver að ég hef aðeins notað Internet Explorer frá því að ég lærði að nota tölvur. Ég hef samt verið heppin, ég hef bara einu sinni fengið vírus í tölvuna mína.
Þessi vírus var Trojuhestur, sem gerði mér lífið leitt fyrir u.þ.b 6 árum síðan. Ég hringdi strax í bróður minn sem bjargaði málunum fyrir mig. Ég fékk þann Trojuhest í gegn um irkkið.
ÉG var virkur irkkari í mörg ár, þannig lærði ég finnskuna sem ég kann ágætlega í dag... Ég loggaði tvær finnskar rásir á irkkinu, svo sat ég með orðabók og reyndi að skilja þar sem sagt var...
![]() |
Microsoft kynnir nýjan Explorer |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
15.9.2010 | 00:27
Jón Gnarr er virkilega að standa sig, að mínu mati
Er greinilega borgarstjóri sem þorir, hann hefur vaxið dag frá degi. Það er frábært að geta fylgst með honum og því sem hann tekur sér fyrir hendur í vinnunni dags, daglega á fésbókinni.
Ætli við fáum svona þingmenn við næstu kosningar? Væri það nokkuð slæmt að fá fólk eins og Hreyfingarfólkið og aðra sem vilja sjá breytingar á stjórnarfari okkar Íslendinga á Alþingi.
![]() |
Jón Gnarr gagnrýnir Kínverja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.9.2010 | 01:40
Allir krakkar
Allir krakkar,
allir krakkar.
Eru í skessuleik,
má ég ekki mamma,
með í leikinn þramma.
Allir krakkar,
allir krakkar,
eru í skessuleik.
![]() |
50 manna sameiginleg framboð í Heimdall |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
![]() |
Ekki meirihluti fyrir rannsókn á einkavæðingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.9.2010 | 00:44
Hvað gerist í framhaldinu?
Verða þau fundin sek? Munu samflokksmenn þeirra dæma þau sek? Verður Ingibjörg Sólrún Gísladóttir dæmd fyrir valdarán? Eða bara vanrækslu? Hún gekk vísvitandi framhjá sitjandi viðskiptaráðherra í aðdraganda hrunsins.
Verður Össur Skarphéðinsson ákærður fyrir valdarán, hann hjálpaði Ingibjörgu mágkonu sinni þegar Björgvini viðskiptaráðherra var haldið utan við þessi alvarlegu málefni sem vörðuðu þjóðina og bankana í aðdraganda hrunsins?
Maður spyr sig
![]() |
Alvarleg vanræksla á starfsskyldum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)