Færsluflokkur: Dægurmál

Vonandi finnst konan heil á húfi

Þegar ég sá fréttirnar í kvöld og myndirnar af konunni sem saknað er, gat ég ekki annað en vorkennt henni. Hún er hálf umkomulaus á fréttamyndunum. Ég bloggaði um það í fyrra að ég bjó í sama húsi og 12 Litháar um tíma, þeir eru fluttir annað núna. Eftir...

Ég hef trú á því að Svínaflensan hafi verið hérna hjá mér

Sonur minn fékk líklega Svínaflensuna fyrir 3 vikum síðan, hann var mjög veikur í eina viku og aðra viku að jafna sig. Ég sjálf fékk svipuð einkenni og sonurinn en ég var bara veik í 2 daga og slöpp í 2-3 eftir það. Sonurinn var á stað þar sem...

Gæti svipað gerst hérna á Íslandi?

Gætu svona sérstakar ástæður skapast hérna á Íslandi að allar íslenskar ip tölur gætu horfið af netinu svona allt í einu? Er það ekki öryggismál að svona aðstæður skapist ekki? Þurfa svona mannleg mistök að gerast? Er ekki hægt að forrita einhverjar...

Utanferðir mínar eru hættar í bili

Ég hef ferðast til útlanda á hverju ári undanfarin 22 ár. Fyrst voru farnar innkaupaferðir, þar sem ég fór gagngert til útlanda til þess að kaupa fatnað á börnin mín á góðu verði. Þá var farið út með tómar ferðatöskur af stærri gerðinni og svo voru keypt...

Samanburður á þrýstnum og mögrum konum.

Ég er að vinna á bar, þar kemur allskonar fólk. Ég hef tekið eftir ýmsu í tilhugalífi fólks undanfarin 12 ár. Örugglega 80-90% karlmanna verða vitlausir ef horrengla gengur inn á barinn. Þeir fara að gera sig til að ávarpa mjónuna, og það skiptir ekki...

Bannað unglingum, skiljanlega.

Það er mjög skiljanlegt að þessir orkudrykkir séu bannaðir unglingum, oft er koffeininnihald slíkra drykkja mjög hátt. Ég veit að núna er mjög vinsælt hjá ungu fólki að blanda þessa orkudrykki út í áfengi. Vodki og Burn er vinsæl samsetning. Ég man eftir...

Ekki er ég hissa á því

Það er með ólíkindum hvaða efni er hægt að nálgast á youtube.com. Ég er búin að vera tölvuvædd í rúman áratug og hef ég í óteljandi skipti hlustað á eitthvað á youtube, núna síðast í kvöld horfði ég á myndband af discokennslu frá Finnlandi það var...

Ef slíkt lán fengist

Hverjar yrðu árlegar afborganir og hvaða vextir eru á svona láni? Ef slíkt lán fengist frá Noregi, sem mér finnst ólíklegt, hver væri tilgangurinn með þessu láni? Borga upp gömul óhagstæð lán, eða bæta þessu ofaná öll gömlu lánin? Ég skil þetta ekki...

Væll Vilhjálms

Ég er orðin miðaldra og er stolt af því. Ég hef heyrt Vilhjálm Egilsson væla í fjölmiðlum ábyggilega undanfarin 25 ár og er ég alveg viss um það að ég hef aldrei verið sammála vælinu í honum. Ég veit ekki hvort það er bara röddin í honum sem pirrar mig,...

Gott að vera inni

Ég þarf ekki að fara neitt á morgun, ég ætla bara að vera heima og slappa af. Kannski þvo þvott, og laga smáveigis til. Ég ætla líka að elda eitthvað gott fyrir mig og börnin. Mér finnst gaman þegar veður er vont og ég þarf ekki að fara...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband